WeDo 2.0 LEGO® Education
KennsIuhugbúnaður sem styður við verklega STEM kennslu (e. sience, technology, engineering, mathematics) með áherslu á grunnatriði forritunar, verkfræði og hönnunar með skapandi verkefnum. Nemendur byggja þjarka (e. robots) og forrita þá til að leysa fjölbreyttar áskoranir.
Með því að nota Lego kubba sem tengjast við hugbúnaðinn er hægt að forrita og kubbarnir framkvæma skipanirnar í raunveruleikanum.
Ekki er hægt að skrá neinar persónuupplýsingar um notendur.
Valkvætt er hvort hugbúnaðurinn fái aðgang að hljóðnema, bluetooth, myndavél og myndaalbúmi. En til þess að forritið geti sent foritunarskipanir á þjarkinn þarf að vera opið fyrir Bluetooth. Auðvelt er að stjórna þessu aðgengi í stillingum viðkomandi námstækis.
Lego hefur hætt þróun hugbúnaðarins og mun fjarlægja hann úr forritabúðum þann 31. júlí 2026. Sérfræðingar hafa metið áhættuna vegna þessa í lágmarki og byggir það mat m.a. á því að hugbúnaðurinn er staðbundinn og krefst ekki nettengingar eða gagnaflutnings við vinnslu.
Kerfið er frekar einfalt í notkun.