Moka Mera Linguasmu
Samþykktarskjal


Moka Mera Lingua er skemmtilegt og skapandi app fyrir ung börn sem vilja læra og kynnast nýjum tungumálum. Notaðu appið með barninu þínu eða með hópi barna. Leyfðu börnunum að forvitnast og sækja innblástur í erlent tungumál. Börnin aðstoða Atlas og Moka Mera, tvær gjörólíkar verur, við daglegar athafnir þeirra í trjáhúsinu. Börnin hlusta og öðlast skilning á því hvernig þau geta aðstoðað verurnar. Endurtakið orðin og setningarnar, bæði á eigin tungumáli sem og því erlenda. Þátttaka, samkennd og endurtekingar ýta undir lærdóm! Um er að ræða fræðslu-app fyrir börn á aldrinum 3-8 ára sem hjálpar þeim að læra ný tungumál á eigin forsendum; í gegnum leik. Verurnar tvær skemmta barninu með ýmsum verkefnum og skemmtilegum smáleikjum á meðan barnið skoðar fjögur herbergi trjáhússins og lærir nýtt tungumál. Heimur Moka Mera inniheldur engan texta og því þarf enga lestrarkunnáttu til að spila.

Kerfið er frekar einfalt í notkun.

Vefsíða

Persónuverndar- stefna
Aldur
3-8 ára
Aldurstakmark
4+
Greinar
Erlend tungumál
Umgjörð
Skipulags-/ námsumsjón
Aðferð
Einbeitingar- og hegðunarþjálfun

Kostnaður: Nei   Tegund: Snjalltæki   Stýrikerfi: IOS   Útgáfa skoðuð: 1.0.7   Dagsetning greiningar: 12.08.2022 ATH! Ef það er verið að nota nýrri útgáfu en þessa sem var áhættugreind, þá gæti þurft að huga að fleiri atriðum en koma fram hér að neðan.


Persónuvernd

Ekki er möguleiki að skrá persónuuplýsingar í kerfið.
Mögulegt er að vera nafnlaus/ónafngreindur í kerfinu.
Útgefandi hefur sett persónuverndarstefnu. Skoðuð útgáfa af stefnunni er frá 03.05.2021.

Gagnameðhöndlun

Gögn eru ekki vistuð í skýi.
Ekki er notast við dulritun í kerfinu.
Ekki er hægt að prenta úr kerfinu.
Ekki er mögulegt að senda gögn úr kerfinu.
Ekki er mögulegt að hlaða niður gögnum í gegnum kerfið.
Ekki er mögulegt að hlaða upp gögnum í gegnum kerfið.
Kerfið hefur ekki aðgang að staðsetningargögnum.
Kerfið hefur ekki aðgang að myndavélagögnum.
Kerfið hefur ekki aðgang að myndaalbúmi.

Samfélagsmiðlun

Ekki er mögulegt að tengjast samfélagsmiðlum í gegnum kerfið.
Kerfið býður ekki uppá samfélagslega virkni.

Annað

Kerfið inniheldur ekki auglýsingar.
Samþykki forráðaaðila er ekki nauðsynlegt fyrir notkun á kerfinu.
Nettenging er nauðsynleg fyrir virkni kerfisins.
Ekki er mögulegt er að virkja margþátta auðkenningu fyrir kennara.
Það eru ekki mismunandi tegundir aðganga í kerfið.
Það kemur ekki fram hvort aðgerðaskráning sé til staðar í kerfinu.
Kerfið er aðgengilegt í opinberum forritabúðum.
Kerfið býður ekki upp á aðgang að takmarka réttindi kerfis án þess að takmarka notkunarmöguleika.
Hýsingaraðili er ekki með vottun.

Samþykktarskjal