Moka Mera Lingua


Moka Mera Lingua er skemmtilegt og skapandi app fyrir ung börn sem vilja læra og kynnast nýjum tungumálum. Notaðu appið með barninu þínu eða með hópi barna. Leyfðu börnunum að forvitnast og sækja innblástur í erlent tungumál. Börnin aðstoða Atlas og Moka Mera, tvær gjörólíkar verur, við daglegar athafnir þeirra í trjáhúsinu. Börnin hlusta og öðlast skilning á því hvernig þau geta aðstoðað verurnar. Endurtakið orðin og setningarnar, bæði á eigin tungumáli sem og því erlenda. Þátttaka, samkennd og endurtekingar ýta undir lærdóm! Um er að ræða fræðslu-app fyrir börn á aldrinum 3-8 ára sem hjálpar þeim að læra ný tungumál á eigin forsendum; í gegnum leik. Verurnar tvær skemmta barninu með ýmsum verkefnum og skemmtilegum smáleikjum á meðan barnið skoðar fjögur herbergi trjáhússins og lærir nýtt tungumál. Heimur Moka Mera inniheldur engan texta og því þarf enga lestrarkunnáttu til að spila.

Kerfið er frekar einfalt í notkun.

Aldur
3-8 ára
Greinar
Erlend tungumál
Umgjörð
Skipulags-/ námsumsjón
Aðferð
Einbeitingar- og hegðunarþjálfun

Kostnaður: Nei   Tegund: Snjalltæki   Stýrikerfi: IOS   Útgáfa skoðuð: 1.0.7   Dagsetning greiningar: 12.08.2022 ATH! Ef það er verið að nota nýrri útgáfu en þessa sem var áhættugreind, þá gæti þurft að huga að fleiri atriðum en koma fram hér að neðan.





Samþykktarskjal