Lego Spike er kennsluhugbúnaður sem styður við nám í vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði (e. STEAM) á skemmtilegan og hagnýtan hátt. Nemendur byggja og einföld vélmenni úr Lego kubbum (Essential eða Prime) og forrita þau til að hreyfast og framkvæma mismunandi verkefni.
Til að stjórna vélmenninu nota nemendur annaðhvort myndræna kubbaforritun eða Python-forritun. Hugbúnaðurinn sendir skipanir til vélmennisins í gegnu Bluetooth.
Hægt er að stilla hvort hugbúnaðurinn hafi aðgang að hljóðnema, myndavél og myndaalbúmi en þessar stillingar eru undir stjórn notandans og kennarans. Bluetooth þarf að vera virkt til að forritið geti tengst og stjórnað vélmenninu.