Í appinu er hægt að læra að forrita í JavaScript og Python. Það er hægt að skrifa kóða sjálfur eða púsla saman kóðablokkum. Appið inniheldur mörg sýnidæmi og verkefni sem hægt er að leysa en það er líka hægt að vinna frjálst.
Það er hægt að tengja micro:bit kubb með bluetooth við appið og senda kóða yfir í hann en það er þó ekki nauðsynlegt að hafa hann þar sem appið sýnir „virtual“ kubb.