Graphogame lestrarleikur


GraphoGame er skemmtilegur leikur sem kennir undirstöðuatriði læsis á íslensku. Leikurinn hefur verið þróaður við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi, ásamt íslenskum lestrarfræðingi. Leikurinn styður sérstaklega við þróun lestrarfærni með því að aðlaga verkefni að persónulegri getu hvers og eins. Rannsókn í Kópavogi sýndi fram á að leikurinn hjálpar nemendum að ná árangri sem var mestur í þáttum sem kanna þekkingu á tengslum bókastafa og hljóða og í ritun orða. Niðurstöður gefa einnig til kynna að þeir þátttakendur sem stóðu slakastir í upphafi náðu mestum árangri. Sjá grapholearn.com og graphogame.com. Graphogame lestrarleikur hentar vel til að kenna og þjálfa byrjendur í lestrarnámi og þá sérstaklega fyrir nemendur sem sýna vísbendingar um að eiga í lestrarvanda. Forritið er líka gott að nota með eldri nemendum sem eiga í lestrarvanda og þá einkum þegar vandinn snýr að hljóðrænni úrvinnslu. Íslenska staðfæringin hentar líka vel fyrir nemendur af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku hljóðin og að taka fyrstu skrefin í lestrarþjálfun á íslensku.

Kerfið er einfalt í notkun.

Aldur
4+
Greinar
Íslenska
Umgjörð
Skipulags-/ námsumsjón
Aðferð
Rökhugsun og/eða gagnrýnin hugsun, Þjálfunaræfingar, Leikur og skemmtun

Kostnaður: Ókeypis   Tegund: Snjalltæki   Stýrikerfi: IOS   Útgáfa skoðuð: 0.0.7   Dagsetning greiningar: 03.09.2024 ATH! Ef það er verið að nota nýrri útgáfu en þessa sem var áhættugreind, þá gæti þurft að huga að fleiri atriðum en koma fram hér að neðan.





Samþykktarskjal