Classroom Screen


Classroomscreen er vefhugbúnaður sem styður við bekkjarstjórnun, einbeitingu nemenda og skipulag kennslustunda með fjölbreyttum sjónrænum verkfærum. Hugbúnaðurinn er sérstaklega hannaður til að bæta upplifun nemenda. Eftirfarandi er innbyggt í hugbúnaðinn: tímastillir og skeiðklukka, umferðarljós, hávaðamælir, textatöflur, athugasemdakassi, teikniforrit (e. whiteboard), handahófskennd hópaskipting, spurningakort og skjáskipting (e. multi-screen). Hugbúnaðurinn styður meðal annars við mismunandi námsstíla og einbeitingu nemenda með sjónrænum hætti.

Kerfið er einfalt í notkun.

Aldur
Enginn skilgreindur markhópur
Aldurstakmark
Ekkert aldurstakmark tekið fram
Greinar
Íslenska, Erlend tungumál, Stærðfræði, Náttúrufræðigreinar, Samfélagsgreinar, Upplýsingatækni
Umgjörð
Margmiðlunartækni, Skipulags-/ námsumsjón
Aðferð
Einbeitingar- og hegðunarþjálfun, Minnisþjálfun, Námstækni, skipulag og tímastjórnun

Kostnaður:   Tegund: Vefkerfi   Stýrikerfi: Android, IOS, Chromebækur, Microsoft tölva   Útgáfa skoðuð: Áskriftarleið fyrir skóla   Dagsetning greiningar: 31.01.2025 ATH! Ef það er verið að nota nýrri útgáfu en þessa sem var áhættugreind, þá gæti þurft að huga að fleiri atriðum en koma fram hér að neðan.





Samþykktarskjal