Classroom Screen
Classroomscreen er vefhugbúnaður sem styður við bekkjarstjórnun, einbeitingu nemenda og skipulag kennslustunda með fjölbreyttum sjónrænum verkfærum.
Hugbúnaðurinn er sérstaklega hannaður til að bæta upplifun nemenda. Eftirfarandi er innbyggt í hugbúnaðinn: tímastillir og skeiðklukka, umferðarljós, hávaðamælir, textatöflur, athugasemdakassi, teikniforrit (e. whiteboard), handahófskennd hópaskipting, spurningakort og skjáskipting (e. multi-screen).
Hugbúnaðurinn styður meðal annars við mismunandi námsstíla og einbeitingu nemenda með sjónrænum hætti.
Kerfið er einfalt í notkun.