Bebras áskorunin
Markmið Bebras áskoruninnar er að kynna tölvunarhugsun fyrir nemendum um allan heim. Þessi spennandi áskorun fer fram í skólum, undir umsjón kennara, í nóvember á hverju ári.
Allir skólar með nemendur á aldrinum 6 - 18 ára geta tekið þátt
Bebras áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmitleg verkefni. Það kostar ekkert að taka þátt og markmiðið að fá alla skóla með. Verkefnið er keyrt samhliða í flestum löndum í byrjun nóvember á hverju ári.
Ísland hefur tekið þátt í Bebras áskoruninni með góðum árangri frá árinu 2015
Kerfið er frekar einfalt í notkun.