Read Aloud: A Text to Speech Voice Readersmu
Samþykktarskjal


Read Aloud er talgervill sem les upphátt texta á fjölbreyttu formi (HTML, PDF, Docs, Word o.fl.) í vefvafra. Talgervillinn virkar fyrir Google Chrome, Firefox og Edge vefvafrana og styður fleiri en 40 tungumál. Viðbótin er fyrst og fremst stuðningsforrit fyrir nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika, sjónskerðingu eða eru með aðrar sértækar námsþarfir og þurfa að nýta hljóðræna miðla í sínu námi. Einnig styður hún vel við nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn þar sem hún styður fjölmörg tungumál. Notkun viðbótarinnar styður við ólíkar þarfir og jafnar aðgang nemenda að námi og kennslu við hæfi, óháð færni, getu eða þroska. Stuðlar að aukinni virkni og þátttöku nemenda með fjölbreyttan bakgrunn, hvort sem um ræðir tungumála, menningarlegan eða tengdan færni og þroska. Eykur við fjölbreytni í kennslu og styður við þróun málskilnings, tungumálafærni og hljóðlæsis. Auðveldar og eykur aðgengi að námi fyrir alla styður við sjálfstæð vinnubrögð. Með því að hlusta á texta samhliða lestri geta nemendur betur tileinkað sér fjölbreytta orðanotkun, stafsetningu og hljóðkerfi tungumáls sem og öðlast dýpri skilning á námsefninu. Nemendur geta lagað stillingar viðbótarinnar að eigin þörfum svo sem hraða, tónhæð, hljóðstyrk og undirstrikun texta.

Kerfið er einfalt í notkun.

Vefsíða

Persónuverndar- stefna
Aldur

Aldurstakmark
Ekkert aldurstakmark tekið fram
Greinar
Íslenska, Erlend tungumál, Upplýsingatækni, Skemmtun eða frístund
Umgjörð
Skipulags-/ námsumsjón, Upplýsingaveita
Aðferð
Samskipti og samvinna, Upplýsingaöflun, Þjálfunaræfingar

Kostnaður: Nei   Tegund: Viðbót   Stýrikerfi: Chromebækur, Microsoft tölva   Útgáfa skoðuð: 2.11.0   Dagsetning greiningar: 29.10.2024 ATH! Ef það er verið að nota nýrri útgáfu en þessa sem var áhættugreind, þá gæti þurft að huga að fleiri atriðum en koma fram hér að neðan.


Persónuvernd

Möguleiki að skrá persónuupplýsingar um nemendur og kennara í kerfið.
Skráning persónuupplýsinga er ekki nauðsynleg fyrir virkni kerfisins.
Upplýsingar um nemendur eru skráðar í kerfið.
Skráðar persónuupplýsingar:
       Nafn
       Póstfang

Persónuupplýsingum er ekki deilt með þriðja aðila
Ekki kemur fram hver á persónuupplýsingarnar.
Kerfið skráir ekki viðkvæmar persónuuplýsingar.
Mögulegt er að vera nafnlaus/ónafngreindur í kerfinu.
Útgefandi hefur sett persónuverndarstefnu
Auðkenning nemanda er innskráning með Google/Microsoft.
Auðkenning kennara er innskráning með Google/Microsoft.

Gagnameðhöndlun

Gögn eru vistuð í skýi.
Ekki kemur fram hvar gögn eru vistuð.
Ekki er notast við dulritun í kerfinu.
Ekki er hægt að prenta úr kerfinu.
Ekki er mögulegt að senda gögn úr kerfinu.
Ekki er mögulegt að hlaða niður gögnum í gegnum kerfið.
Ekki er mögulegt að hlaða upp gögnum í gegnum kerfið.
Kerfið hefur aðgang að staðsetningargögnum.
Kerfið hefur ekki aðgang að myndavélagögnum.
Kerfið hefur ekki aðgang að myndaalbúmi.
Kerfið vistar gögn hjá hýsingaraðila einungis meðan á samningstíma stendur.

Samfélagsmiðlun

Ekki er mögulegt að tengjast samfélagsmiðlum í gegnum kerfið.
Kerfið býður ekki uppá samfélagslega virkni.

Annað

Kerfið inniheldur ekki auglýsingar.
Samþykki forráðaaðila er ekki nauðsynlegt fyrir notkun á kerfinu.
Nettenging er nauðsynleg fyrir virkni kerfisins.
Ekki er mögulegt er að virkja margþátta auðkenningu fyrir kennara.
Það eru ekki mismunandi tegundir aðganga í kerfið.
Það kemur ekki fram hvort aðgerðaskráning sé til staðar í kerfinu.
Kerfið er aðgengilegt í opinberum forritabúðum.
Mögulegt er að takmara réttindi kerfis án þess að takmarka notkunarmöguleika.
Hýsingaraðili er ekki með vottun.

Samþykktarskjal