Read Aloud: A Text to Speech Voice Reader


Read Aloud er talgervill sem les upphátt texta á fjölbreyttu formi (HTML, PDF, Docs, Word o.fl.) í vefvafra. Talgervillinn virkar fyrir Google Chrome, Firefox og Edge vefvafrana og styður fleiri en 40 tungumál. Viðbótin er fyrst og fremst stuðningsforrit fyrir nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika, sjónskerðingu eða eru með aðrar sértækar námsþarfir og þurfa að nýta hljóðræna miðla í sínu námi. Einnig styður hún vel við nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn þar sem hún styður fjölmörg tungumál. Notkun viðbótarinnar styður við ólíkar þarfir og jafnar aðgang nemenda að námi og kennslu við hæfi, óháð færni, getu eða þroska. Stuðlar að aukinni virkni og þátttöku nemenda með fjölbreyttan bakgrunn, hvort sem um ræðir tungumála, menningarlegan eða tengdan færni og þroska. Eykur við fjölbreytni í kennslu og styður við þróun málskilnings, tungumálafærni og hljóðlæsis. Auðveldar og eykur aðgengi að námi fyrir alla styður við sjálfstæð vinnubrögð. Með því að hlusta á texta samhliða lestri geta nemendur betur tileinkað sér fjölbreytta orðanotkun, stafsetningu og hljóðkerfi tungumáls sem og öðlast dýpri skilning á námsefninu. Nemendur geta lagað stillingar viðbótarinnar að eigin þörfum svo sem hraða, tónhæð, hljóðstyrk og undirstrikun texta.

Kerfið er einfalt í notkun.

Aldur

Aldurstakmark
Ekkert aldurstakmark tekið fram
Greinar
Íslenska, Erlend tungumál, Upplýsingatækni, Skemmtun eða frístund
Umgjörð
Skipulags-/ námsumsjón, Upplýsingaveita
Aðferð
Samskipti og samvinna, Upplýsingaöflun, Þjálfunaræfingar

Kostnaður: Nei   Tegund: Viðbót   Stýrikerfi: Chromebækur, Microsoft tölva   Útgáfa skoðuð: 2.11.0   Dagsetning greiningar: 29.10.2024 ATH! Ef það er verið að nota nýrri útgáfu en þessa sem var áhættugreind, þá gæti þurft að huga að fleiri atriðum en koma fram hér að neðan.





Samþykktarskjal