Fjármálaleikarsmu
Samþykktarskjal


Fjármálaleikarnir er stafræn keppni í fjármálalæsi milli grunnskóla. Nemendur á unglingastigi fá þá tækifæri til að spreyta sig á fjölbreyttum spurningum um fjármál og keppa í nafni síns skóla. Keppnin er rekin af Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF). Fjármálaleikar eru netspurningaleikur þar sem hver þátttakandi skráir sig til leiks á vefslóðinni Fjarmalaleikar.is. Við skráningu gefur þátttakandi upp nafn, aldur, netfang og heiti skóla og þar með er viðkomandi skóli orðinn þátttakandi í leiknum. Ekki þurfa allir nemendur í árgangi að skrá þátttöku til að viðkomandi skóli teljist með, en lágmarksfjöldi skráðra þátttakenda úr hverjum skóla er tíu. Árangur hvers skóla er reiknaður hlutfallslega miðað við fjölda þátttakenda og fjölda nemenda í árganginum. Niðurstöður verða eingöngu teknar saman hjá þeim nemendum sem klára að svara öllum spurningunum. Sérstakur hnappur er fyrir kennara sem vilja fylgjast með gangi leikanna – þeir skrá sig þá til leiks í „Kennaraskólann“. Kennarinn þarf ekki að klára leik eða svara spurningum, frekar en hann vill. Sigurskóli Fjármálaleikanna fær að senda tvo nemendur til Brussel ásamt kennara til að taka þátt í úrslitum Evrópukeppninnar í fjármálalæsi.

Kerfið er frekar einfalt í notkun.

Vefsíða

Persónuverndar- stefna
Aldur
Grunnskólabörn
Aldurstakmark
13+
Greinar
Stærðfræði, Samfélagsgreinar
Umgjörð
Upplýsingaveita
Aðferð
Lausnaleit, Rökhugsun og/eða gagnrýnin hugsun, Upplýsingaöflun, Leikur og skemmtun

Kostnaður: Nei   Tegund: Vefkerfi   Stýrikerfi: Android, IOS, Chromebækur, Microsoft tölva   Útgáfa skoðuð: 2025 útgáfa Fjármálaleikanna   Dagsetning greiningar: 18.03.2025 ATH! Ef það er verið að nota nýrri útgáfu en þessa sem var áhættugreind, þá gæti þurft að huga að fleiri atriðum en koma fram hér að neðan.


Persónuvernd

Möguleiki að skrá persónuupplýsingar um nemendur og kennara í kerfið.
Skráning persónuupplýsinga er nauðsynleg fyrir virkni kerfisins.
Upplýsingar um nemendur eru skráðar í kerfið.
Skráðar persónuupplýsingar:
       Nafn
       Póstfang
       Skóli
       bekkur og stig í keppni.

Persónuupplýsingum er deilt með þriðja aðila
Framleiðandi forrits á persónuupplýsingarnar.
Kerfið skráir ekki viðkvæmar persónuuplýsingar.
Ekki er mögulegt að vera nafnlaus/ónafngreindur í kerfinu.
Útgefandi hefur sett persónuverndarstefnu
Auðkenning nemanda er sérútbúinn notandi fyrir kerfi.
Auðkenning kennara er sérútbúinn notandi fyrir kerfi.

Gagnameðhöndlun

Gögn eru vistuð í skýi.
Gögn eru vistuð innan Evrópu.
Notast er við dulritun í kerfinu.
Hægt er að prenta úr kerfinu.
Ekki er mögulegt að senda gögn úr kerfinu.
Ekki er mögulegt að hlaða niður gögnum í gegnum kerfið.
Kerfið hefur ekki aðgang að staðsetningargögnum.
Kerfið hefur ekki aðgang að myndavélagögnum.
Kerfið hefur ekki aðgang að myndaalbúmi.
Kerfið vistar gögn hjá hýsingaraðila einungis meðan á samningstíma stendur.

Samfélagsmiðlun

Ekki er mögulegt að tengjast samfélagsmiðlum í gegnum kerfið.
Kerfið býður ekki uppá samfélagslega virkni.

Annað

Kerfið inniheldur ekki auglýsingar.
Samþykki forráðaaðila er ekki nauðsynlegt fyrir notkun á kerfinu.
Nettenging er nauðsynleg fyrir virkni kerfisins.
Ekki er mögulegt er að virkja margþátta auðkenningu fyrir kennara.
Það eru mismunandi tegundir aðganga í kerfið.
Það kemur ekki fram hvort aðgerðaskráning sé til staðar í kerfinu.
Kerfið er ekki aðgengilegt í opinberum forritabúðum.
Kerfið býður ekki upp á aðgang að takmarka réttindi kerfis án þess að takmarka notkunarmöguleika.
Hýsingaraðili er með vottun= ISO 22301, ISO 27001, ISO 9001, PCI DSS, SOC 1, SOC 2, SOC 3..

Samþykktarskjal