Vefráðstefna sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu
Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu var haldin þann 29. september. Ráðstefnan var einstaklega vel sótt en ætla má að nærri 700 manns hafi fylgst með streyminu.
Á vefráðstefnunni var sagt frá verkefnum sem sveitarfélögin vilja vinna að í samvinnu í framhaldi könnunar þess efnis sem framkvæmd var í sumar. Það var kynnt hvernig umsókn um fjárhagsaðstoð á Ísland.is mun virka fyrir sveitarfélög og umsækjendur, og hvernig tæknileg högun verður gagnvart sveitarfélögum.
Ráðstefnan er hér í heild sinni hér fyrir neðan klippt niður á hvert erindi.