Sorphirðudagatal á Lausnatorgi

Fyrsta lausnin sem var sett inn í Lausnatorgið á stafræna vef sambandsins er Sorphirðudagatalið.

Sveitarfélög geta sett upp lausnina á sínar vefsíður og boðið íbúum uppá að leita eftir næstu losunardögum sorps. Þau sveitarfélög sem hafa skipulagða sorphirðu hvert ár geta nýtt sér lausnina. Sorphirðudagatalið býður uppá að geta slegið inn götuheiti og þá koma upp næstu losunardagar fyrir bæði grátunnu og blátunnu. Einnig kemur listi yfir þær losunardagsetningar sem eru eftir af árinu.

Nánar um Sorphirðudagatal

Áhættugreining kennsluhugbúnaðar

Á stafrænu vefsíðu sveitarfélaga er að finna áhættugreiningu kennsluhugbúnaðar. Áhættugreiningin var unnin í samstarfi við Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Reykjavík sumrin 2020 og 2021 af háskólanemum undir leiðsögn verkefnastjóra. Kennsluhugbúnaðurinn sem var greindur hentar börnum í leikskóla, grunnskóla og frístund. Markhópurinn er þá fyrst og fremst starfsfólk skóla, kennarar, kennsluráðgjafar og aðrir.

Nánar um Áhættugreininguna

Vefráðstefna sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu

Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu var haldin þann 29. september. Ráðstefnan var einstaklega vel sótt en ætla má að nærri 700 manns hafi fylgst með streyminu.

Á vefráðstefnunni var sagt frá verkefnum sem sveitarfélögin vilja vinna að í samvinnu í framhaldi könnunar þess efnis sem framkvæmd var í sumar. Það var kynnt hvernig umsókn um fjárhagsaðstoð á Ísland.is mun virka fyrir sveitarfélög og umsækjendur, og hvernig tæknileg högun verður gagnvart sveitarfélögum.

Ráðstefnan er hér í heild sinni hér fyrir neðan klippt niður á hvert erindi.

Upptökur vefráðstefnu

Hvernig mun stafræn umbreyting auka framleiðni og lækka kostnað?

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fór fram þann 8. okt 2021. Sævar Freyr Þráinsson formaður stafræna ráðs sveitarfélaga og bæjarstjóri á Akranesi fjallaði um áhrif stafrænnar umbreytingar á framleiðni og kostnað.

Horfa á fyrirlestur

Fjárfesting í stafrænni umbreytingu er ekki kostnaður

Föstudaginn 29. október var haldinn þriðji Teams fundurinn vegna Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2021. Umræðuefnið var fjárfesting í stafrænni umbreytingu.

Horfa á Teams fundinn

Reynslusaga - Stafrænn frímiði á gámasvæði

Ný reynslusaga er komin inn á vefinn frá henni Sigríði í Árborg. Íbúar sveitarfélagsins notuðu þetta árið stafrænan frímiða á gámasvæðið í stað heimsends frímiða eins og fyrri ár. Sigríður sagði okkur frá uppsetningunni á frímiðanum, kostina við að nota stafræna lausn og áskoranir sem urðu við vinnuna.

Nánar um stafræna frímiðann

Stafrænar tímabókanir

Í október bættust við leiðbeiningar fyrir stafrænar tímabókanir með Microsoft í Kistuna á vefsíðunni. Hægt er að nýta Microsoft Bookings til að setja upp stafrænar tímabókanir hjá sveitarfélögum. Stafrænar tímabókanir gætu verið viðtalstímar eða símafundir innan sveitarfélaga, eins og t.d. hjá þjónustufulltrúum, byggingafulltrúa eða skipulagsfulltrúa.

Nánar um stafrænar tímabókanir
Facebook iconWebsite iconEmail icon
Logo