Stafræna umbreytingateymið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þakkar starfsfólki sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila fyrir samstarfið á árinu 2022 með tilhlökkun yfir verkefnum og áskorunum nýs árs.
Niðurstöður fyrir þátttöku í sameiginlegu spjallmenni sveitarfélaga voru að 24 sveitarfélög ákváðu að taka þátt með samtals 329.348 íbúum. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu er hafið þar sem þjónustufulltrúaar ýmissa sveitarfélaga útbúa spurningar.
Nú stendur yfir könnun á því hvaða sveitarfélög vilja vera með í sameiginlegum innkaupum á Microsoft leyfum, mörg sveitarfélög hafa samþykkt þátttöku en það verður kynnt betur fljótlega.