Sveitarfélögin eru hvert af öðru að innleiða lausnina umsókn um fjárhagsaðstoð. Nú geta þau sveitarfélög sem eru að hefja notkun kerfisins nálgast leiðbeiningar, bæði fyrir stjórnendur og innleiðingu.
Þann 7.febrúar kl. 13 verður næsta vefkaffi haldið en þá fáum við kynningu frá Origo og Unimaze á greiningartóli sem gefur yfirlit yfir innkaup og útgjöld sveitarfélaga með einfaldari og yfirgripsmeiri hætti en áður hefur sést. Það getur verið áhugavert fyrir fjármálastjóra sveitarfélaga að fylgjast með.