Samvinna er lykillinn
Ráðstefna um stafræna framþróun sveitarfélaga fer fram þann 6.október, endilega skráið ykkur sem fyrst þar sem plássin eru að fyllast! Sveitarstjórnarfólk og starfsfólk sveitarfélaga er hvatt til að skrá sig. Það sem verður meðal annars fjallað um á ráðstefnunni er samstarf sveitarfélaga í stafrænum lausnum, nýstárleg verkefni sem sveitarfélög hafa tekið þátt í, ávinning stafrænna lausna hjá sveitarfélögum, tæknilega innviði, samstarf við hugbúnaðarfyrirtæki og hvað framtíðin ber í skauti sér.