Kolefnisreiknivél á Lausnatorgi
Ný lausn er komin í Lausnatorgið sem er kolefnisreiknivél. Sveitarfélög geta sett upp lausnina á sínar vefsíður og boðið íbúum sem eru í landbúnaði að reikna út kolefnislosun á ári. Þau sveitarfélög sem vilja auka meðvitund um kolefnisspor af landbúnaði geta nýtt sér lausnina.
Kolefnisreiknivélin býður upp á að setja inn forsendur á borð við fjölda sauðfjár, fjölda mjólkandi kúa, eldsneytisnotkun og landnýtingu sem gefur útreiknaða áætlaða kolefnislosun á ári.