Stafræn bókasafnsskírteini

Lýsing

Í lok júní 2021 tók Bókasafn Hafnarfjarðar í notkun stafræn bókasafnsskírteini fyrst allra almenningsbókasafna á landinu. Stafræna skírteinið leysir af hólmi plastskírteini sem notuð hafa verið í fjölda ára þó er enn hægt að fá plastskírteini fyrir þá sem það kjósa. Verkefnið var unnið í samstarfi við íslenska sprotafyrirtækið SmartSolutions. 

Frá því fyrsta stafræna bókasafnsskírteinið var tekið í notkun þann 23. júní 2021 á Bókasafni Hafnarfjarðar til 23. nóvember 2021 hafa 643 stafræn skírteini verið virkjuð.  

Á næsta ári verða teknar nýjar sjálfsafgreiðsluvélar í notkun á safninu sem byggja á RFID örflögutækni. Breytingin mun auðvelda lánþegum enn frekar að afgreiða sig sjálfir með stafrænum skírteinum.

Bókasöfn Kópavogs og Garðabæjar hafa einnig tekið stafræn bókasafnsskírteini í notkun. 

Bókasafnskort

Um lausnina

Lausnin var þróuð í samstarfi við SmartSolutions sem sérhæfir sig í stafrænum kortum og miðum.

Sveitarfélög sem hafa innleitt kerfi

Tengiliður hjá Hafnarfjarðarbæ

Sigurjón Ólafsson
sviðsstjóri þjónustu og þróunar
sigurjono@hafnarfjordur.is

 

Hvað þarf til að setja bókasafnsskírteinið upp?

Til að geta nýtt sér stafræna bókasafnsskírteinið þarf að vera með snjallsíma með snjallveski. Til að fá stafræn skírteini fyrir Samsung síma þarf að setja upp Smartwallet, sem hægt er að finna á Google Play, og skírteinin eru svo geymd í appinu. Í iPhone er Apple Wallet innbyggt í símann og þarf því ekki að sækja aukaforrit.  

Stafrænu skírteinin er einungis hægt að nálgast á bókasafninu. Þar þarf að skanna inn QR kóða til að ná í skírteinið og fá afhent einnota lykilorð til að virkja það í símanum. Mikil ánægja hefur verið meðal notenda bókasafnsins með stafrænu skírteinin og innleiðing gekk mjög vel fyrir sig. 

Kostir bókasafnsskírteinisins

  • Einfaldara fyrir íbúa að nálgast bókasafnsskírteinið (gleymist síður heima), er til taks í símanum
  • Vistvæn lausn

Hentar lausnin þínu sveitarfélagi?

Stafræn bókasafnsskírteini eru vistvænn kostur sem ætti að henta öllum þeim sveitarfélögum sem reka almenningsbókasöfn.