Microsoft Teams leiðbeiningar

Fjarfundir hafa færst mikið í aukana síðan Covid-19 faraldurinn hófst. Eitt af þeim kerfum sem nýtast best til að halda fjarfundi er Microsoft Teams. Þannig getur starfsfólk sveitarfélaga nýtt sér kerfið til að halda fjarfundi bæði innan sveitarfélaga þegar heimavinna á sér stað og svo er auðveldara að halda fundi á milli sveitarfélaga án þess að þörf sé á ferðalögum.

Íslensku myndböndin hér að neðan voru unnin af Margeiri Erni Óskarssyni en þau erlendu koma frá Youtube rás Microsoft 365.

Í gegnum eitt samhæft viðmót, sinnir starfsfólk samskiptum sín á milli með netspjalli og netsímtölum án sérstaks undirbúnings. Það er einfalt að skipuleggja fundi með póstforritinu Outlook sem síðan eru haldnir í Teams. Í Teams er hægt að taka fundargerðir, deila upplýsingum af skjá, deila skjölum eða deila kynningum. Þar er jafnframt rafræn krítartafla og einnig er hægt að taka upp fundi og vera í netspjalli samtímis.

 

Dagatal í Teams

 

Mæta á fund í Teams

 

Boða fund í Teams

 

Deila skjá á fundi

Deila Powerpoint glærum á fundi

Taka upp fund

Breyta bakgrunni á fundum

Rétta upp hendi á fundi

Þegar starfsfólk vinnur í fjarvinnu er mikilvægt að það sé vel upplýst um stöðu mála og hafi t.a.m. aðgang að nýjustu útgáfu skjala. Hægt er að stofna verkefnahópa utan um ákveðin verkefni eða málefni til að aðgreina þau betur heldur en t.d. með tölvupósti.  Með marksvissri notkun á Teams er hægt að samþætta  samvinnu vinnuhópa sem eflir samstarf og eykur möguleika fólks á að sinna sinni vinnu heiman frá.

 

Stofna teymi

 

Bæta við gestanotanda í gestateymi

 

Nota @ til að ná athygli allra í verkefnahóp

Vista póst eða skilaboð

 

Rásir í Teams eru hlutar innan verkefnateyma sem eru tileinkaðir til að halda samtölum og skrám skipulögðum eftir sérstökum verkefnum eða verkefnahlutum. Staðlaðar rásir eru fyrir samtöl sem allir í teymi geta tekið þátt í og einkarásir takmarka samskipti við undirhóp fólks í teymi.

 

Rásir í Teams

 

Ný umræða í rás

 

Rás – Nýr flipi í Teams

 

Kerfið býður uppá skjalageymslu þar sem starfsfólk getur samtímis uppfært og deilt á milli Office skjölum (t.d. Word, Excel og PowerPoint) innan verkefnahópa. Þetta kemur í veg fyrir margar útgáfur af sama skjalinu og fækkar tölvupóstum með viðhengjum.

 

Skjöl í Teams

 

Skrá út og læsa fyrir breytingum

 

Flytja skjal í deildarteymi

 

Færa möppu á milli rása

 

Samstilla gögn í möppum á vinnustöðvum

 

Breyta skrá í flipa