Stafræna umbreytingateymið heldur ráðstefnur á hverju ári til að upplýsa starfsfólk sveitarfélaga og sveitarstjórnarfólk um stafræna þróun innan sveitarfélaga.
Á hverju ári heldur stafræna umbreytingateymi sambandsins ráðstefnu sem er ýmist á staðnum eða stafræn. Umfjöllunarefni á ráðstefnunum hafa meðal annars verið:
Samstarf sveitarfélaga í stafrænum verkefnum
Ávinningur af samstarfsverkefnum
Áskoranir í stafrænum verkefnum
Uppbygging tæknilegra innviða sveitarfélaga
Samstarf við stafrænt Ísland
Reynsla notenda í samstarfsverkefnum
Framtíðarsýn
Stjórnsýsluþekking og persónuvernd
Vefurinn – stafraen.sveitarfelog.is
Stafræn sveitarfélög – Samvinna er lykillinn
Næsta ráðstefna verður haldin þann 6.október 2023. Þema ráðstefnunnar verður samstarf, ávinningur, tæknilegir innviðir og framtíð.