Um stafræn sveitarfélög

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur að miðlægu samstarfi sveitarfélaga til að auðvelda þeim að verða virkir þátttakendur í stafrænni þróun og nýta nútímatækni til að bæta þjónustu og samskipti við íbúa.

Á þessari síðu finnur þú upplýsingar um áherslur í stafrænni þróun sveitarfélaganna, fræðsluefni og fréttir um stafræna þróun og leiðbeiningar sem styðja við fagleg vinnubrögð. Þú getur náð í fyrirmyndir skjala sem nýtast og upplýsingar um lausnir.

Ákveðið var að setja upp upplýsinga- og þekkingarsíðu um stafræna þróun sveitarfélaga til að gera stafrænu vegferðina aðgengilegri, miðla upplýsingum, deila þekkingu og læra hvert af öðru. Síðan er sniðin að stjórnendum og starfsmönnum sveitarfélaga og verður þróuð í nánu samstarfi við notendur hennar og er efnið út frá þekkingu sem byggist hefur upp hjá sveitarfélögunum um stafræna þróun. Efni síðunnar byggist því að miklu leiti upp á því hve sveitarfélögin eru dugleg að deila þekkingu sín á milli og eru hvött til að senda inn efni hér á þessari síðu.


Árangur í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga

Stjórnskipulag

 

 

Stafrænt umbreytingarteymi

 

Áherslur

Áhersla er lögð á að auka samvinnu með skilvirku samtali þvert á ríki, sveitarfélög og landhluta. Efla þekkingaryfirfærslu milli sveitarfélaga og bjóða upp á vettvang til deilingar efnis og upplýsinga. Vinna að samnýtingu og endurnýtingu hönnunar, tæknistrúktúrs og lausna.

Áherslur eru lagðar í samvinnu við sveitarfélög, Reykjavíkurborg og ríkið.

Stefnur hins opinbera

Samband íslenskra sveitarfélaga gerðist aðili að stefnu um stafræna þjónustu hins opinbera. Stafræn þjónusta er notuð til þess að skapa öflugt samfélag með aukinni samkeppnishæfni sem leiðir til verðmætasköpunar og myndar grundvöll hagsældar. Markmið með stafrænni þjónustu eru aukin samkeppnishæfni, öruggari innviðir, betri opinber þjónusta ásamt nútímalegra starfsumhverfi. Stefnan hefur að geyma umgjörð um sýn og áherslur hins opinbera um hagnýtingu upplýsingatækni og stafrænnar þjónustu til að veita framúrskarandi þjónustu með öruggum hætti. 

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur einnig gerst aðili að öryggis- og þjónustustefnu fyrir hýsingarumhverfi fyrir hönd sveitarfélaga og vinnur að framgangi hennar meðal sveitarfélaga landsins. Tilgangur stefnunnar er að setja fram og ná samræmdum markmiðum í notkun skýjalausna og útfærslum þeirra hjá hinu opinbera. Markmið stefnunnar eru 1) aukið öryggi upplýsingakerfa og gagna, 2) betri þjónusta sem er skilvirk og hröð og 3) meiri nýsköpun opinberra aðila.

 

Tækniþróun er á miklum hraða og munu sveitarfélögin leggja fram áherslur sínar jafnt og þétt en ekki gefa út stefnumarkandi plagg til nokkurra ára fyrst í stað.

Stafrænt ráð sveitarfélaganna

Í lok október 2020 var stofnað Stafrænt ráð sveitarfélaganna. Landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefndu fulltrúa landshlutanna og einnig Reykjavíkurborg í ráðið. Stafrænt ráð styður við stefnumótun og forgangsröðun um sameiginlega stafræna þróun sveitarfélaga. Hér má sjá hverjir hafa setið í ráðinu.

Í ráðinu sitja nú (2022-2024):

 • Almar Guðmundsson fyrir SSH
 • Álfhildur Leifsdóttir fyrir SSNV
 • Ásthildur Sturludóttir fyrir SSNE
 • Ingimar Þór Friðriksson fulltrúi faghóps um stafræna umbreytingu
 • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir fyrir SASS
 • Jón Páll Hreinsson fyrir FV
 • Jóna Árný Þórðardóttir fyrir SSA
 • Linda B. Pálsdóttir fyrir SSV
 • Óskar J. Sandholt fyrir Reykjavíkurborg
 • Valgerður Pálsdóttir fyrir SSS

Fjóla María Ágústsdóttir breytingarstjóri stafrænnar þróunar og leiðtogi stafræns umbreytingarteymis hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga starfar með ráðinu en á fyrsta fundi ráðsins var Sævar Freyr valinn formaður ráðsins og var í því hlutverki 2020-2022. Hlutverk og verkefni.

Faghópur um stafræna umbreytingu innan sveitarfélaga

Faghópur um stafræna umbreytingu var stofnaður í desember 2019. Í hópnum eiga sæti sérfræðingar sem ráðnir hafa verið innan sveitarfélaga til að leiða stafræna umbreytingu innan síns sveitarfélags. Hópurinn hefur stækkað jafnt og þétt en meginhlutverk hópins er að vera umræðuvettvangur um stafræna þróun sveitarfélaga og veita stafrænu ráði sveitarfélaga faglegan stuðning. Hópurinn aðstoðar við greiningu á stöðu stafrænna mála sveitarfélaga og hugmynda um sameiginleg verkefni sveitarfélaga. Hann stuðlar að því að fyrir hendi sé yfirsýn yfir stafræna þróun sveitarfélaga og stafræn samstarfstækifæri. Hópurinn aðstoðar við þekkingarmiðlun til sveitarfélaga í samvinnu við stafrænt ráð sveitarfélaga, og einnig inn á https://stafraen.sveitarfelog.is. Í faghópnum sitja:

 • Áslaug Þ. Guðjónsdóttir Luther fyrir Reykjanesbæ
 • Ásta Þöll Gylfadóttir fyrir Reykjavíkurborg
 • Garðar Rafn Eyjólfsson fyrir Hafnarfjörð
 • Hrund Erla Guðmundsdóttir fyrir Egilsstaði
 • Hulda Hauksdóttir fyrir Garðabæ
 • Ingimar Þór Friðriksson fyrir Kópavogsbæ
 • Jóhann Guðmundsson fyrir Akranes
 • Maria Neves fyrir Borgarbyggð
 • Sif Sturludóttir fyrir Mosfellsbæ
 • Sigríður Magnea Björgvinsdóttir fyrir Árborg
 • Sumarliði Helgason fyrir Akureyri

Stafrænt umbreytingarteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Stafrænt umbreytingarteymi, með þremur starfsmönnum, tók til starfa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í júní 2021. Teymið mun vinna að framkvæmd stafrænna samstarfsverkefna sveitarfélaga í samvinnu við stafrænt ráð sem er skipað fulltrúum sveitarfélaga úr hverjum landshluta.

 

Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi stafræns umbreytingarteymis og breytingastjóri stafrænnar þróunar

fjola@samband.is

 

Hrund Valgeirsdóttir, verkefnisstjóri í stafrænni umbreytingu

hrund@samband.is

 

Björgvin Sigurðsson, verkefnisstjóri í stafrænni umbreytingu

bjorgvin@samband.is