Innleiðing stafræns pósthólfs

Verkefnið er að styðja við sveitarfélög í innleiðingu á stafrænu pósthólfi með ráðgjöf og upplýsingagjöf ásamt samskiptum við Stafrænt Ísland.

Verkefnið hófst: mars 2023.

 

Tilgangur verkefnis

Samkvæmt lögum nr. 105/2021 skulu opinberir aðilar, þ.m.t. sveitarfélög og stofnanir þeirra, birta gögn til einstaklinga og lögaðila í stafrænu pósthólfi. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög innleiði að fullu stafrænt pósthólf í síðasta lagi hinn 1. janúar 2025. Verkefninu er ætlað að styðja við innleiðingu sveitarfélaga með því að safna og veita upplýsingar um efnislega og tæknilega þætti sem skipta máli við innleiðingu pósthólfsins.

Markmið

  • Að sveitarfélög hafi greiðan aðgang að upplýsingum um hvernig eigi að innleiða birtingar í pósthólfið
  • Að sveitarfélög að greiðan aðgang að upplýsingum um tæknilegar útfærslur og álitamál vegna innleiðingar á pósthólfinu
  • Að sveitarfélögum standi til boða lausnir til að innleiða allar birtingar
  • Að minnsta kosti ¾ sveitarfélaga birti með reglulegum hætti í pósthólfi 1.janúar 2025

Ávinningur

Sveitarfélög fara að lögum um stafrænt pósthólf og geta nýtt sér pósthólfið til að einfalda ferla og spara vinnu. Sveitarfélög geta með pósthólfinu sparað sér sendingarkostað vegna lögboðinna sendinga og birtinga.

Samstarfsaðilar

Helstu samstarfsaðilar sambandsins og sveitarfélaganna eru stafrænt Ísland, Skipulagsstofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hugbúnaðarfyrirtæki.

Verkefnastýring

Verkefnastjóri: Björgvin Sigurðsson, Samband íslenskra sveitarfélaga