Spjallmenni

Eitt af sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna í stafrænni umbreytingu árið 2022 er að vinna að upplýsingagrunni spjallmenna fyrir sveitarfélögin.
Verkefnið hefst í ágúst 2022.
Markmið
- Hanna sameiginlegan grunn fyrir spjallmenni fyrir sveitarfélögin
- Kaupa sameiginlega lausn sem aðlöguð er hverju sveitarfélagi
- Fleiri þjónustubeiðnir afgreiddar í fyrstu snertingu án aðkomu starfsfólks
Ávinningur
- Bætt þjónusta við íbúa sveitarfélaga
- Aukið aðgengi íbúa að upplýsingum og þjónustum sveitarfélaga
- Minna álag á starfsfólk
- Hærra hlutfall þjónustubeiðna leyst án aðkomu starfsfólks sveitarfélaga
- Lækkun kostnaðar
- Upplifun í takti við nútímann og framtíðina