Spjallmenni

Eitt af sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna í stafrænni umbreytingu árið 2022 er að vinna að upplýsingagrunni spjallmenna fyrir sveitarfélögin.

Verkefnið hófst í ágúst 2022.

Vinnustofa var haldin í ágúst síðastliðnum með aðkomu sérfræðinga og þjónustufulltrúa frá 11 sveitarfélögum. Þar komu í ljós helstu áskoranir þjónustuvera í dag, helstu tækifæri sem felast í því að nýta spjallmenni og helstu hindranir í vegi þess að spjallmenni nýtist sem skyldi. Greining var framkvæmd í kjölfar vinnustofunnar sem má skoða hér að neðan.

Markmið

  • Hanna sameiginlegan grunn fyrir spjallmenni fyrir sveitarfélögin
  • Kaupa sameiginlega lausn sem aðlöguð er hverju sveitarfélagi
  • Fleiri þjónustubeiðnir afgreiddar í fyrstu snertingu án aðkomu starfsfólks

Ávinningur

  • Bætt þjónusta við íbúa sveitarfélaga
  • Aukið aðgengi íbúa að upplýsingum og þjónustum sveitarfélaga
  • Minna álag á starfsfólk
  • Hærra hlutfall þjónustubeiðna leyst án aðkomu starfsfólks sveitarfélaga
  • Lækkun kostnaðar
  • Upplifun í takti við nútímann og framtíðina

Verkefnahópur

  • Verkefnastjóri: Hrund Valgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Ásta Þöll Gylfadóttir frá Reykjavík
  • Elísabet Ingadóttir frá Reykjavík
  • Jóhann Guðmundsson frá Akranesi
  • Sumarliði Helgason frá Akureyri
  • Sigurjón Ólafsson frá Hafnarfirði
  • Anna Bára Gunnarsdóttir frá Hafnarfirði
  • Sunna Sigurðardóttir frá Garðabæ
  • Þorvaldur Sigurður Arnarsson frá Kópavogi

Sveitarfélög í samstarfi

Í nóvember 2022 var sent út bréf á öll sveitarfélög þar sem óskað var eftir staðfestingu á þátttöku sveitarfélaga í verkefninu. Það voru alls 23 sveitarfélög sem skráðu sig til þátttöku með samtals 327.488 íbúum:

  • Akraneskaupstaður
  • Akureyrarbær​
  • Bláskógabyggð
  • Borgarbyggð
  • Fjarðabyggð
  • Garðabær
  • Hafnarfjarðarkaupstaður
  • Kópavogsbær
  • Mosfellsbær
  • Múlaþing
  • Reykjanesbær
  • Reykjavíkurborg
  • Skaftárhreppur
  • Skagafjörður
  • Skorradalshreppur
  • Snæfellsbær
  • Strandabyggð
  • Stykkishólmur/Helgafellssveit
  • Suðurnesjabær
  • Sveitarfélagið Árborg
  • Sveitarfélagið Hornafjörður
  • Sveitarfélagið Ölfus
  • Sveitarfélagið Skagaströnd