Áhættugreining upplýsingakerfa

Mikilvægt er fyrir sveitarfélög að fara í gegnum áhættugreiningu fyrir upplýsingakerfi, viðskiptaferla og aðra innviði til að auka gagnavernd og upplýsingaöryggi.

Hér fyrir neðan er að finna eyðublöð sem hægt er að nýta við áhættugreininguna.

Gögn frá KL (í Danmörku)

Til að eyðublöðin nýtist sem best, þá er gott að fara í gegnum leiðbeiningarnar fyrir hvert Excel skjal fyrir sig þegar þau eru fyllt út. Byrja þarf á áhrifamatinu, svo varnarleysismatinu og að lokum er gerð áhættuskrá þar sem afleiðingar (úr áhrifamati) og líkur (úr varnarleysismatinu) eru settar inn og reiknast þá út áhættugildi. Nánari upplýsingar er að finna í leiðbeiningaskjalinu.