Um Lausnatorgið

Lausnatorgið er vettvangur þar sem sveitarfélög og birgjar geta deilt smærri opnum lausnum miðlægt.

Hvern lausn hefur opinn aðgang að forritunarkóða og skjölun í gegnum Github. Einnig eru leiðbeiningar til að setja upp lausnina, tæknin á bakvið hana og ýmsar fleiri upplýsingar.

Í framtíðinni verður hægt að sjá tilboð frá birgjum fyrir hverja lausn vegna uppsetningar. Þeir munu hafa þekkinguna til að innleiða lausnirnar hjá sveitarfélögum með sína eigin tíma- og kostnaðaráætlun.

Fyrirmynd Lausnatorgsins er OS2 síðan sem er samstarfsvettvangur sveitarfélaga í Danmörku til að deila vörum og verkefnum sín á milli.

Ávinningar Lausnatorgsins fyrir sveitarfélögin eru

  • Stuðlun að samvinnu milli sveitarfélaga
  • Miðlun þekkingar milli sveitarfélaga
  • Betri þjónusta við íbúa
  • Hraðari stafræn vegferð sveitarfélaga
  • Lægri kostnaður sveitarfélaga

Hafðu samband ef þitt sveitarfélag eða fyrirtæki er með lausn sem þið viljið deila með öðrum sveitarfélögum.

[xyz-ips snippet="Mailcheck-disable"]