Microsoft leyfamál

Eitt af sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna í stafrænni umbreytingu árið 2022 er að vinna að heildarsamningi um Microsoft hugbúnaðarleyfi fyrir sveitarfélögin.

Verkefnið hófst: janúar 2022.
Verkefni lauk: mars 2023.

 

 

Tilgangur verkefnis

Tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að einfalda og styðja við sveitarfélögin til að auka skilvirkni, öryggi og samræmda notkun á þeim umhverfum sem keypt eru af Microsoft.

Markmið

 • Hagstæðari heildarsamningur sem býðst sveitarfélögum
 • Sveitarfélög verði áfram rekstraraðilar hvert að sínu umhverfi
 • Auka öryggi gagna og bæta rekstur

Forsendur verkefnis

 • Að sveitarfélög séu áfram sjálfstæð í sínum rekstri og geti valið þjónustuaðila til að sinna sínum umhverfum.
 • Sveitarfélög hafa ekki sömu þarfir og kröfur og einnig geta kröfur mismunandi hópa starfsfólks innan sveitarfélaga verið ólíkar, því hentar eitt leyfi ekki öllum sveitarfélögum og notendum.
 • Að einfalda leyfisinnkaupa, aðstoða sveitarfélög við að velja viðeigandi leyfiskosti út frá þörfum og ná sem hagkvæmustum innkaupum (og innkaupaaðferðum) fyrir sem stærstan hluta sveitarfélaganna.
 • Að þau sveitarfélög sem hefðu í dag kröfur (t.d. á grundvelli áhættumats) fyrir virkni sem er í „Enterprise E3“ leyfum geti fengið slík leyfi á bestu mögulegu kjörum og ef viðbótarkröfur, t.d. öryggi, viðskiptagreind eða símkerfisvirkni bætist ofan á væri „Enterprise E5“ leyfið hagkvæmasti kostur til að einfalda umsýsluleyfa.
 • Að þau sveitarfélög sem í dag hefðu ekki kröfur til Enterprise-leyfa, t.d. væru að leysa sín öryggis og varðveislumál með öðrum hætti (t.d. aðkeyptar aðrar varnir frá þjónustuaðila) gætu fengið og valið þau leyfi með hagstæðasta hætti.
 • Microsoft leyfi eru hlutir af rammasamningi Ríkiskaupa og eru flest sveitarfélög aðilar að þeim samningi í dag og því er hagstæðast að gera sameiginlegt örútboð innan þess rammasamnings (eitt eða tvö eftir umfangi).

Ávinningur

 • Hagkvæmari og virðismeiri samningar við Microsoft
 • Leyfi sem sniðin eru að þörfum sveitarfélaga
 • Nútímalegt vinnuumhverfi
 • Lægri kostnaður fyrir betri leyfi

Stóri ávinningur sveitarfélaga með þessari vinnu er aukið hagræði í leyfaumsýslu og skilvirkari vinnubrögð starfsfólks. Nútíma vinnuumhverfi er orðin forsenda þess að halda í starfsfólk í síbreytilegu starfsfumhverfi. Einnig er töluverður ávinningur fólginn í því að einfalda rafræna skjalavinnslu og skjalavörslu ásamt því að koma á bættu upplýsingaöryggi.

Samstarfsaðilar

Verkefnið er leitt af stafrænu umbreytingateymi sambandsins í samstarfi við Ríkiskaup og Microsoft.

Verkefnahópur

 • Verkefnastjóri: Tryggvi Jónsson, Trigger ehf
 • Jóhann Guðmundsson frá Akranesi
 • Magnús Bergmann Hallbjörnsson

Niðurstaða verkefnis

Í ársbyrjun 2022 kynnti Microsoft umfangsmiklar breytingar á fyrirkomulagi leyfissölu sem gerðu það að verkum að ekki þótti fýsilegt að gera sameiginlegan samning á þeim tímapunkti. Sveitarfélög fengu 12 mánuða samning án verðhækkana. Haustið 2022 var þráðurinn tekinn upp aftur og gerð var könnun meðal sveitarfélaga á áhuga og leyfisfjölda. Byggt á henni og umfangsmiklu samráði við sveitarfélög var ákveðið að halda sameiginlegt útboð á leyfum þar sem 16 sveitarfélög höfðu skráð sig. Útboðið var haldið í febrúar 2023 og bauð aðeins eitt fyrirtæki í leyfin. Verðið var ekki nógu hagstætt og sveitarfélög töldu sig ekki geta staðið við fyrirhuguð kaup. Microsoft sá sér ekki fært að heimila ekki samninginn sökum forsendubrests og ekki varð af sameiginlegum samningi.