Einfaldari skjalamál

Eitt af sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna í stafrænni umbreytingu árið 2022 er að vinna að einfaldari skjalavistun fyrir sveitarfélögin.

Verkefnið hófst í apríl 2022.

Tilgangur verkefnis

Mikilvægt er er að sveitarfélög hugi að því að notast við málakerfi sem styðji við rafræn skil til Þjóðskjalasafns eða héraðskjalasafna. Einnig er mikilvægt að málakerfi séu valin með tilliti til samþættingar við annan skrifstofuhugbúnað. Sveitarfélög eru komin mislangt í að skilgreina verkferla tengdum sínum málakerfum og því er úrbóta þörf víða.

Markmið

  • Skýrari gæða- og virknikröfur fyrir skjala- og málakerfi
  • Sameiginleg sýn um flokkun gagna, skjalavinnslu og skjalavörslu

Ávinningur

  • Betri samningsstaða sveitarfélaga við birgja
  • Skýrt samspil skjalavinnslu og skjalavörslu við Microsoft lausnir
  • Mikið hagræði og skilvirkari vinnubrögð