Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the check-email domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the uncanny-automator domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6121
Úttekt á stöðu samræmds skrifstofuhugbúnaðar - Stafræn sveitarfélög

Úttekt á stöðu samræmds skrifstofuhugbúnaðar

Stafrænt umbreytingateymi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur samið við KPMG um að gera úttekt á stöðu samræmds skrifstofuhugbúnaðar hjá íslenskum sveitarfélögum.

Úttektin er liður í undirbúningi fyrir samvinnuverkefni sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu á næsta ári sem snúa að hugbúnaðarleyfamálum og rafrænni skjalavörslu.

Fljótlega verður send út spurningakönnun á framkvæmdastjóra sveitarfélaga þar sem m.a. er óskað eftir upplýsingum um mála- og skjalakerfi, Microsoft hugbúnaðarleyfi og rafræn skil til héraðsskjalasafna eða Þjóðskjalasafns. Lokafrestur að svara spurningakönnuninni er 17.desember. Í kjölfarið verða tekin viðtöl við nokkur valin sveitarfélög til að öðlast dýpri skilning á stöðunni.

Markmið greiningarverkefnisins er að fá heildstæða mynd af því hvernig þessum málum er háttað meðal sveitarfélaga og þegar niðurstöður hafa verið dregnar saman verður stillt upp sviðsmyndum fyrir framtíðarstöðu í þessum málaflokkum. Niðurstöðurnar verða svo í framhaldinu nýttar í samvinnuverkefnum stafræna umbreytingateymisins á næsta ári.