Áhættugreining upplýsingakerfa í Kistunni
Gagnlegt getur verið fyrir sveitarfélög að áhættugreina upplýsingakerfi, viðskiptaferla og aðra innviði. Við það eykst gagnavernd ásamt upplýsingaöryggi.
Inn í Kistuna hafa bæst við leiðbeiningar og eyðublöð fyrir áhættugreiningu á upplýsingakerfum, viðskiptaferlum og öðrum innviðum.
Áhættugreiningin er framkvæmd til að greina mögulegar ógnir, varnarleysi gagnvart ógnum og líkur á að ógnir eigi sér stað. Auk þess eru afleiðingar metnar með tilliti til missi á trúnaði, heilindum og aðgengis.
Mikilvægt er að notast við leiðbeiningarnar á meðan eyðublöðin eru fyllt út. Bæði áhrifamatið og varnarleysismatið innihalda dæmi um afleiðingar og ógnir sem hægt er að styðjast við við áhættugreininguna.