Stafrænt samvinnuverkefni í loftið
Á sl. ári hófst samstarf sambandsins, sveitarfélaga, Stafræns Íslands, Kolibri, Andes, Skattsins og Þjóðskrár við gerð fjárhagsaðstoðar í sjálfsafgreiðsluferli inn á Ísland.is. Fyrsta sveitarfélagið er nú komið í loftið og næstu sveitarfélög á leiðinni inn. Þróun lausnarinnar hefur falið í sér mikinn lærdóm og hefur rutt brautina fyrir áframhaldandi þróun á stafrænni þjónustu sveitarfélaga inn á Ísland.is og boðar gott um næstu skref í sameiginlegri vegferð sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu.