Erum við tilbúin í stafræna framtíð?

20.apríl 2022 – kl. 13:00

Í stafrænni vegferð er nauðsynlegt að skoða, hvernig þau grunnkerfi sem rekin eru í dag, passa við framtíðarsýn sveitarfélaga. 

Kröfur um einfaldleika, sjálfvirkni, bætta þjónustu og minni kostnað kalla á að kerfi tali saman og að starfsfólk geti útfært innri ferla í kerfum sveitarfélagsins án aðkomu forritara. Árborg er að innleiða málakerfi fyrir skóla sveitarfélagsins sem svarar þessum kröfum. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir deildarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar sagði frá.

Spjallstofan var haldin þann 20.apríl kl. 13:00-14:00.

Ert þú með hugmynd að vefkaffi spjallstofu? Þá getur þú komið þinni hugmynd á framfæri og hún gæti orðið fyrir valinu fyrir næsta vefkaffi.