Í ljós hefur komið að ekki nægilega mörg sveitarfélög voru tilbúin að ganga að sameiginlegum samningi um kaup á skrifstofuhugbúnaði. Af samningi við Microsoft og Crayon Iceland verður því ekki. Margvísleg ráðgjöf og greining hefur átt sér stað á verkefnistímanum og er von á vefsíðu sem auðveldar sveitarfélögum að átta sig á eigin þörfum og velja leyfi við hæfi.
Stafrænt pósthólf fyrir sveitarfélögin
Nú fer að líða að því að sveitarfélögin fari í innleiðingarferli vegna stafræns pósthólfs en á þessu ári munu sveitarfélög á Suðurnesjum, höfðuborgarsvæðinu og á Austurlandi innleiða pósthólfið.
Akureyrarbær gaf út íbúaapp í febrúar 2023. Þar er meðal annars hægt að nálgast klippikort á gámasvæði, ábendingakerfi, upplýsingagjöf um sorphirðu, viðburði og tilkynningar.