Íbúaapp

Lýsing

Íbúaappið heitir “Akureyrarbær” og er hannað og skrifað af hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri í Open Source umhverfi. Tilgangurinn með útgáfu appsins er að opna fleiri leiðir íbúa inn til stjórnsýslunnar og nútímavæða ýmsa þjónustu. Klippikort á gámasvæði sem hingað til hefur verið í formi pappaspjalds er t.a.m nú orðið rafrænt í appinu.  Einnig er hægt að senda inn ábendingu með ljósmynd og staðsetningu beint úr appinu sem streymir beint inn í ábendingakerfi sveitarfélagsins. Þá eru upplýsingar um sorphirðu, viðburði og tilkynningar.

Appið hefur verið í prófunum og þróun í þó nokkuð langan tíma en fyrsta útgáfa var gefin út í lok febrúar 2023. Nú er appið komið út í fyrstu útgáfu og leitast verður eftir viðbrögðum frá notendum. Það mun svo nýtast okkur í áframhaldandi þróun en talið er mikilvægt að svona app haldi áfram að þróast og bjóði upp á fleiri möguleika í framtíðinni.

Um lausnina

Lausnin var þróuð í samstarfi við Stefnu hugbúnaðarhús á Akureyri.

Sveitarfélög sem hafa innleitt kerfi

Tengiliður hjá Akureyri

Sumarliði Helgason
sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs
sumarlidi.helgason@akureyri.is

 

Hvað þarf til að setja íbúappið upp?

Appið er aðgengilegt inn á Appstore og Playstore þannig að notandi þarf að vera með snjallsíma sem keyrir á Android eða iOS stýrikerfi. Hann getur þá sótt appið inn á viðeigandi app verslun. Til að nota gámakortið í appinu þarf notandi að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og auðkenna sig þannig inn.

Kostir íbúaappsins

Einn af stóru kostunum í þessari fyrstu útgáfu er að færa gámakortið yfir í appið en íbúar hafa hingað til þurft að sækja pappakortin í Ráðhúsið. Appið sparar sannarlega sporin og fyrirhöfnina við það sem og að minnka útprentun á kortum. Eins er góður kostur fyrir íbúa að geta sent inn ábendingu beint úr appinu, tekið mynd og látið vita af staðsetningu. Svo er þægilegt að fylgjast með hvaða viðurðir eru í gangi og fá helstu tilkynningar.

Áskoranir

Það eru vissulega alltaf áskoranir við verkefni af þessu tagi og helst þegar þarf að tengja appið við utanaðkomandi þjónustur til að sækja ákveðnar upplýsingar. Þá þarf að huga vel að persónuverndarmálum. Notkunin hefur gengið vel og þeir notendur sem hafa haft samband eru ánægðir með appið og sjá mikla möguleika í næstu útgáfum.

Hentar lausnin þínu sveitarfélagi?

Það er mikilvægt að appið geti leyst eitthvert ferli af hólmi og aukið þjónustustig. Í okkar tilfelli er rafræna klippikortið á gámasvæðið eitthvað sem fólk sér hag í að nota og einfaldar lífið. Við erum einnig með ábendingamöguleikanum að opna fleiri dyr inn til stjórnsýslunnar og aukum þannig vonandi á samskipti við íbúa. Appið gæti í raun hentað öllum sveitarfélögum.