Námsferð til Eistlands
Farið var dagana 28.-30. ágúst 2023 í sameiginlega námsferð félags samtaka stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga (SSSFS), stafræns umbreytingateymis sambandsins (SUT), stafræns ráðs sveitarfélaga og faghóps um stafræna umbreytingu til Eistlands. Tilgangur námsferðarinnar var að kynnast nálgun Eista á samstarfi og stafrænni uppbyggingu hins opinbera.