Mest lesið árið 2023

Áætla má að áhugi á stafrænum málefnum sveitarfélaga hafi aukist til muna frá ári til árs útfrá aukningu umferðar á vefsíðuna fyrir stafræn sveitarfélög.

Þrefalt fleiri notendur heimsóttu síðuna stafræn sveitarfélög árið 2023 en árið áður. Einnig þrefaldaðist fjöldi flettinga á síðunni á milli ára.

Margir eru að nota áhættugreiningartólið fyrir kennsluhugbúnað, skoða upplýsingar um verkefni stafræns umbreytingateymis og nýta sér Kistuna. Einnig var mikil sókn á upplýsingasíðu fyrir ráðstefnuna sem haldin var í október fyrir stafræn sveitarfélög en í kringum 270 manns sóttu þá ráðstefnu. Margir hafa líka nálgast upptökur af þeirri ráðstefnu í gegnum vefinn.

Þær síður sem voru mest skoðaðar á árinu 2023 voru

 1. Áhættugreining kennsluhugbúnaðar
 2. Verkefni
 3. Upplýsingar
 4. Kistan
 5. Lausnatorg

Mest lesnu fréttirnar á árinu voru

 1. Stafrænt pósthólf fyrir sveitarfélögin
 2. Stafrænt umbreytingateymi 2 ára
 3. Sveitarfélög frá gervigreindarspjallmenni

Mest skoðuðu vefkaffin voru

 1. Gagnadrifin innkaupagreining - fullkomin yfirsýn
 2. Skjalamál með Teams og Microsoft Dynamics CRM
 3. Rafrænar beiðnir

Mest skoðaða ráðstefnan var


Mest skoðuðu verkefnin voru

 1. Rafræn skil
 2. Umsókn um fjárhagsaðstoð
 3. Spjallmenni