Stafrænt ráð sveitarfélaga lagði fram tillögu á stjórnarfundi í lok árs 2020 um að stofnað yrði stafrænt umbreytingateymi innan veggja sambandsins sem teldi þrjá einstaklinga. Í júní 2021 hófu tveir nýjir starfsmenn störf í teyminu og er því teymið orðið 2 ára.
Teymið hefur þó ekki alltaf talið þrjú starfsgildi á þessum tveimur árum en seinkun á verkefnalokum er ekki mikil. Meðfylgjandi er mynd af þeim verkefnum sem teymið hefur unnið að og hafa klárast. Auk skilgreindra samvinnuverkefna hefur teymið unnið að hagsmunum sveitarfélaga í víðum skilningi með ríki og sveitarfélögum.
Meginmarkmið stafræns umbreytingateymis er að vinna að samstarfi sveitarfélaga til að auðvelda þeim að nýta stafræna tækni til að bæta skilvirkni í rekstri, þjónustu og samskiptum og hefur það gengið mjög vel. Hlutverk teymisins er að marka stefnu með sveitarfélögum í takt við ríkið í stafrænni þjónustu og leiðbeina um tæknilega innviði, leiða samvinnu milli sveitarfélaga og verkefnastýra sameiginlegum verkefnum. Áherslur teymisisins sl. 2 ár hafa verið á að styðja sveitarfélög varðandi nútímalega tæknilega innviði, notendavænni þjónustu við íbúa og veita tæknilegan stuðning og fræðslu.
Hér má sjá myndir af teyminu þegar það fagnaði 2 ára afmælinu og með þeim starfsmönnum innan sambandsins sem unnið hafa hvað mest með teyminu.