Fréttabréf stafrænna sveitarfélaga - september 2024
Sveitarfélgasvefir á Ísland.is
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið að vinna í greiningu og þjónustu á þörfum sveitarfélaga í tengslum við umræðuna að vefir sveitarfélaga fari inn á Ísland.is í samræmi við markmið í stefnu um stafræna þjónustu hins opinbera. Greining hefur leitt í ljós að margt er sameiginlegt með vefjum sveitarfélaga og margt má samnýta þegar farið er í vinnuna að setja nýja vefi sveitarfélaga í loftið.
Samband íslenskra sveitarfélaga safnar nú saman svörum úr könnun um stafræna stöðu sveitarfélaganna, en með henni verður hægt að sjá hvernig stafrænni vegferð sveitarfélaganna hefur miðað undanfarin ár.
Í vor kvöddu þær Fjóla María og Hrund stafræna teymið og héldu á vit nýrra ævintýra. Í ágúst kom svo Dagný Edda Þórisdóttir til liðs við teymið. Dagný er mörgum sveitarfélögum að góðu kunn en hún kemur frá Advania þar sem hún var deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar Skólalausna.
Þann 9. október ætlar Google að halda vinnustofu um Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP eða DPIA). Vinnustofan er hugsuð fyrir þá sem bera ábyrgð á Google for Education í grunnskólum og er sett upp í tengslum við athugasemdir Persónuverndar á notkun hugbúnaðarins í skólum. Áhugasamir eru hvattir til að taka daginn frá en nánari upplýsingar verða auglýstar síðar.