Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the ultimate-member domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6114
Vinnustofa með Google - Stafræn sveitarfélög

Vinnustofa með Google

Þann 9. október ætlar Google að halda vinnustofu um Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP eða DPIA). Vinnustofan er hugsuð fyrir þá sem bera ábyrgð á Google for Education í grunnskólum og er sett upp í tengslum við athugasemdir Persónuverndar á notkun hugbúnaðarins í skólum.

Áhugasamir eru hvattir til að taka daginn frá og skrá sig hér.

Fjölmörg sveitarfélög hafa nýtt sér Google for Education í grunnskólum en Persónuvernd hefur líkt og sambærilegar stofnanir í Evrópu, hefur gert athugasemdir við hugbúnaðinn og meðferð á persónuupplýsingum nemenda. Vinna hefur staðið yfir á vegum sveitarfélaganna með aðkomu Google. Vinnustofan er hluti af framlagi Google en sambærilegar vinnustofur hafa verið haldnar bæði í Noregi og Svíþjóð.