Home » Fréttir » Könnun um stafræna stöðu sveitarfélaganna
Könnun um stafræna stöðu sveitarfélaganna
Samband íslenskra sveitarfélaga safnar nú saman svörum úr könnun um stafræna stöðu sveitarfélaganna, en með henni má sjá hvernig stafrænni vegferð sveitarfélaganna hefur miðað undanfarin ár.
Yfirstandandi er söfnun svara úr umfangsmikilli könnun um stafræna stöðu sveitarfélaganna, sem hófst í byrjun sumars. Um er að ræða endurtekna könnun, en hún var einnig send út til sveitarfélaganna haustið 2020. Spurningar könnunarinnar eru yfirgripsmiklar og ná yfir margar ólíkar hliðar starfsemi sveitarfélaganna.
Síðan stafræna teymi Sambands íslenskra sveitarfélaga hóf starfa hefur mikið vatn runnið til sjávar og sveitarfélögin unnið hörðum höndum í stafrænni umbreytingu. Með því að leggja könnunin aftur fyrir nú fjórum árum síðar fæst betri yfirsýn yfir það hvar sveitarfélögin eru stödd í sinni stafrænu vegferð og hvernig henni hefur miðað undanfarin ár.
Hefur könnunin verið send út til allra sveitarfélaganna og það ríkir mikil eftirvænting að hefja úrvinnslu úr svörum hennar. Fjöldi sveitarfélaga hefur þegar lokið við könnunina, enda áhugi mikill á að sjá niðurstöðurnar. Sambandið tekur enn á móti svörum, þar sem töluverður hluti sveitarfélaganna eiga eftir að senda inn svör.