Hægt er að nálgast tvær innleiðingaráætlanir fyrir sveitarfélögin. Annars vegar innleiðingaráætlun fyrir umsóknir um fjárhagsaðstoð og hins vegar fyrir stafrænt pósthólf.

Bæst hefur við fræðsluefni á stafrænu vefsíðuna síðastliðinn mánuð. Fjóla María leiðtogi stafræns umbreytingateymis Sambandsins kynnir verkefni síðasta árs og þessa árs ásamt því að Hrund verkefnastjóri í stafræna umbreytingateyminu kynnir stafrænu vefsíðuna.

Í febrúar mun stafræna umbreytingateymið fara af stað með vefkaffi sem eru spjallstofur fyrir starfsfólk sveitarfélaga. Tvær áhugaverðar spjallstofur verða í þessum mánuði og hægt er að skrá sig á þær hér fyrir neðan.