Áhættumat kennsluhugbúnaðar

Áhættumat kennsluhugbúnaðar var unnið í samstarfi við sveitarfélögin Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Reykjavík.

Nauðsynin sem liggur að baki áhættumats kennsluhugbúnaðar er að vernda nemendur sem viðkvæman hóp, koma í veg fyrir að kennsluforrit á vegum skóla brjóti á rétti barna, að finna heppileg kennsluforrit til kennslu út frá áhættumati og uppfylla lagaleg skilyrði til persónuverndar (GDPR löggjöfin).

Hér má finna hlekki á áhættumat kennsluhugbúnaðar og upplýsingasíðu um áhættumatið.

Í vetur munu svo meðal annars bætast við:

  • Tillögur um viðbrögð við áhættum
  • Beiðnakerfi fyrir áhættumat á nýjum kennsluhugbúnaði
  • Áhættumat vegna G suite hugbúnaðar