Fáir nota ábendingagáttir

Fleiri íbúar sveitarfélagana kjósa frekar að senda tölvupósta á sveitarfélögin frekar en að nýta sér ábendingagáttir sveitarfélaga.

Einungis 28,5% af íbúum sveitarfélaga nota sérstaka ábendingagátt á vefsíðu, í appi eða öðru. 59,52% senda tölvupóst og 11,9% hringja eða koma á skrifstofu sveitarfélaga.

Þetta kemur fram í könnun CoreMotif á stöðu stafrænna mála hjá sveitarfélögunum.