Heimsmarkmiðatorg

Á vegum SASS hafa þau Elísabet Bjarney Lárusdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi, og Þórður Freyr Sigurðsson starfsmaður SASS unnið hugmynd að ýmsum snjalllausnum.

Sem dæmi nefna svokallað Úrgangstorg sem Elísabet hefur þróað og selt sveitarfélögunum á Suðurlandi. Úrgangstorgið tekur gögn frá þjónustufyrirtækjum í úrgangsmálum og kostnað úr Navision bókhaldskerfi sveitarfélaganna og setur fram endurvinnsluhlutfall og kostnað á aðgengilegan hátt.

Elísabet og Þórður hafa fengið vilyrði fyrir 4,9 m.kr. styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (UAR), m.a. á þeim forsendum að verið sé að þróa hugbúnað sem gagnist öllum sveitarfélögum á landinu. Þau eru einnig með í sigtinu ,,Heimsmarkmiðatorg“ og koma að verkefni hjá Skaftárhreppi um snjallvæðingu hirðukerfa.

Einnig hefur verið vinna í gangi milli sambandsins og Umhverfisstofnunar (UST), undir heitinu Samstarf um úrgangstölfræði, við að skoða ýmis mál tengd úrgangstölfræði og er afurðin þess samstarfs m.a. styrkumsókn UST til Eurostad fyrir að útbúa Úrgangsbókhaldskerfi fyrir Ísland.