Starfsmennt í samvinnu við Framvegis býður upp á sex námskeið um stafræna hæfni.
Námskeiðin eru án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, félagsmenn sem rétt eiga í mannauðssjóði bæjarstarfsmannafélaga og SGS félagsmenn sem eiga rétt í Ríkismennt eða Sveitamennt.
Ávinningur þátttakenda:
- Þú öðlast trú á eigin getu til að nota upplýsingatækni í starfi og skilur betur möguleika ýmissa stafrænna verkfæra.
- Þú eflir hjá þér tölvufærni og tæknilæsi sem eru mikilvægir hæfniþættir í nútíma vinnuumhverfi bæði á almenna markaðnum og hjá opinberum stofnunum.
Námskeiðin eru:
- Tæknifærni og tæknilæsi – Viltu skilja tæknina betur?
- Stýrikerfi – Viltu stilla tækin eftir þínum þörfum?
- Skýjalausnir – Hvernig virka þær?
- Sjálfvirkni og gervigreind – Viltu láta tæknina vinna fyrir þig?
- Öryggisvitund – Viltu skilja betur ógnir og öryggismál?
- Fjarvinna og fjarnám – Vertu enn betri í að nýta þér möguleikana!
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Starfsmenntar.