Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the check-email domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the uncanny-automator domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6121
Námskeið í stafrænni hæfni - Stafræn sveitarfélög

Námskeið í stafrænni hæfni

Starfsmennt í samvinnu við Framvegis býður upp á sex námskeið um stafræna hæfni.

Námskeiðin eru án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, félagsmenn sem rétt eiga í mannauðssjóði bæjarstarfsmannafélaga og SGS félagsmenn sem eiga rétt í Ríkismennt eða Sveitamennt.

Ávinningur þátttakenda:

  • Þú öðlast trú á eigin getu til að nota upplýsingatækni í starfi og skilur betur möguleika ýmissa stafrænna verkfæra.
  • Þú eflir hjá þér tölvufærni og tæknilæsi sem eru mikilvægir hæfniþættir í nútíma vinnuumhverfi bæði á almenna markaðnum og hjá opinberum stofnunum.

Námskeiðin eru: 

  • Tæknifærni og tæknilæsi – Viltu skilja tæknina betur? 
  • Stýrikerfi – Viltu stilla tækin eftir þínum þörfum?
  • Skýjalausnir – Hvernig virka þær?
  • Sjálfvirkni og gervigreind – Viltu láta tæknina vinna fyrir þig?
  • Öryggisvitund – Viltu skilja betur ógnir og öryggismál?
  • Fjarvinna og fjarnám – Vertu enn betri í að nýta þér möguleikana!

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Starfsmenntar.