Hafnarfjarðarbær hefur unnið að gerð reiknivéla þar sem hægt er með einföldum hætti að reikna kostnað við ýmsa þjónustu sem sveitarfélagið veitir.
Reiknivélarnar eru bæði gefin út á íslensku og ensku.
Fleiri lausnir eru í farvatninu hjá bænum, t.d. varðandi að fletta upp hver forgangur er í snjómokstri. Íbúar geta þá með einföldum hætti flett upp í hvaða forgangi þeirra gata er í snjómokstri.
Á vefinn https://app.hafnarfjordur.is (https://app.hafnarfjordur.is/en) eru nú þegar komin fimm reiknivélar:
- Reiknivél leikskólanna
- Sorphirðudagatal
- Reiknivél fasteignagjalda
- Reiknivél frístundaheimilia
- Reiknivél fyrir dagforeldra, leikskóla og frístundaheimili