Nýsköpunardagur hins opinbera 2023

Nýsköpunardagur hins opinbera 2023 (NHO23) fer fram í Veröld – húsi Vigdísar þann 23. maí kl 9:00- 14:00

Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri.

Sprota- og nýskapandi fyrirtæki verða í aðalhlutverki með kynningum á nýjum og spennandi sparnaðarlausnum ásamt mikilvægum fróðleik um opinber innkaup á nýsköpun.

Í kjölfar kynninga gefst færi á tengslamyndun milli fyrirtækja og opinberra aðila til að ræða leiðir að bættri þjónustu og aukinni skilvirkni í opinberum rekstri.

Dagskrá

OpnunarávarpÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttirháskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Sparnaðarlausnir20 sprota- og nýsköpunarfyrirtæki5 mínútna kynningar
Tengslamyndun og veitingar

    Léttar veitingar og kaffi fyrir þá sem mæta snemma og kaffihlé kl 10:15

    Nánar á opinbernyskopun.is

    Skráning í sal

    Skráning í streymi