Persónuvernd og stafrænt skólastarf

Fimmtudaginn 19. maí sl. hélt Steinunn Birna Magnúsdóttir hjá Persónuvernd fræðsluerindi fyrir starfsfólk Reykjavíkur.

Til að tryggja öryggi barna og unglinga þarf að vanda val á stafrænni tækni sem nýta á í skólastarfi.

Reykjavíkurborg hefur sett sér persónuverndarstefnu byggða á persónuverndarlögum. Skólastjóri ber ábyrgð á notkun stafrænnar tækni í skólastarfi ásamt því að sinna upplýsingaskyldu gagnvart foreldrum. 

Birt á vef Reykjavíkurborgar:

Persónuvernd fræðsluerindi

Fimmtudaginn 19. maí 2022 var Steinunn Birna Magnúsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri í málefnum barna hjá Persónuvernd, með fræðsluerindi um persónuvernd fyrir Reykjavíkurborg. Fræðsluerindið var í tveimur hlutum og er upptökurnar að finna hér fyrir neðan. 

Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinganna?

Reykjavíkurborg og grunnskólinn gæta öryggis persónuupplýsinga með viðeigandi skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum, þar á meðal með aðgangsstýringum.

Framangreind vinnsla persónuupplýsinga hefur farið í gegnum áhættumat og verið metin út frá áhrifum á persónuvernd.

Stafræn tækni

Áður en stafræn tækni er tekinn í notkun í skóla- og frístundastarfi þarf að fara fram áhættumat. Vanda þarf val og notkun á hugbúnaði fyrir skólastarf til að tryggja öryggi nemenda. 

Hjá Reykjavíkurborg er unnið samkvæmt ákveðnu verklagi og er hugbúnaður meðal annars metinn út frá: 

  • Aldurstakmarki
  • Söfnun persónuupplýsinga
  • Hvort gögn eru vistuð innan eða utan Evrópu
  • Hvort auglýsingar eru tengdar notkun
  • Hvernig gögnum og aðgöngum er eytt við lok náms eða þegar hætt er að nota hugbúnaðinn

Stjórnendur starfsstaða bera ábyrgð á að upplýsa foreldra um hvaða og hvernig stafræn tækni er nýtt. 

Hvaða upplýsingar er unnið með?

Persónuupplýsingar sem unnið er með:

  • Grunnupplýsingar um nemandann, nafn og grunnskóli.
  • Grunnupplýsingar um foreldra þegar þeir eru beðnir um að staðfesta notkunarskilmála á tækjunum.
  • Í tækinu er myndavél og hljóðnemi. Myndavélinni fylgir sleði sem lokar fyrir myndavélina. Almennt er slökkt á hljóðnemanum en hægt er að slökkva á honum handvirkt með því að fara í stillingar tækisins.
  • Almennt er staðsetningargögnum ekki safnað. Hægt er að rekja staðsetningu tækisins ef það týnist eða er stolið en annars er þeim upplýsingum ekki safnað. Einnig er hægt er að skoða hvaða notandi skráði sig síðast inn í spjaldtölvu og á hvaða IP-tölu. Ef tæki týnist eða því er stolið er tækinu læst og upplýsingum eytt af tækinu innan tiltekins tímafrests.

Ekki er unnið með viðkvæmar persónuupplýsingar í tækjunum.

Hvaðan koma upplýsingarnar?

Upplýsingar vegna aðgangs að tækjunum koma frá gskóla aðgangi nemenda sem er búinn til af grunnskólanum út frá grunnupplýsingum nemenda sem skólinn hefur. Nemandi getur sjálfur sett persónuupplýsingar í tækið en kennarar munu brýna fyrir nemendum að setja ekki  persónuupplýsingar í tækið í samræmi við notkunarskilmála tækjanna og fræðslu til foreldra og nemenda.

Grunnupplýsingar um foreldra er aflað frá Mentor/Námfús til þess að afla staðfestingar foreldra á notkunarskilmálum á tækjunum.