Tengjum ríkið er ráðstefna um stafræna framtíð hins opinbera og fór fram í Hörpu þann 22.september og í streymi.
Mörg áhugaverð erindi voru haldin þennan dag, og skiptist dagskráin í þrjár línur, þjónustu, þróun og tækifæri.
Aðalfyrirlesarinn var Kevin Cunnington fyrrum forstjóri GDS (Government Digital Services) í Bretlandi en hann er einn þeirra sem hefur leitt stafræna þróun hins opinbera þar í landi. Kevin Cunnington leiddi okkur í gegnum nýja rannsókn sem fjallar um hvað það er sem stafrænir leiðtogar þurfa til að ná árangri og helstu hindranir stofnana á stafrænni vegferð.
Einnig var erindi frá Dr. Silvija Seres sem sérhæfir sig í stafrænni umbreytingu.
Hér er hægt að horfa á öll erindin.