Þetta þarftu að vita!

Verðmætin liggja í upplýsingunum

Þann 2. mars klukkan 9-17 mun Félag um skjalastjórn halda ráðstefnu um þróun og stöðu upplýsinga á Hilton Reykjavík Nordica.

Með vaxandi vitund um mikilvægi upplýsinga í viðskiptum og þjónustu er markviss stjórnun upplýsingastjórnunar orðin lykilþáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. 

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er stjórnkerfi upplýsinga (Information Governance), hvar við stöndum, hvert við getum stefnt og hvaða skref við getum tekið í okkar starfsemi.

Fyrirlesarar ráðstefnunnar búa yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni og munu þau nálgast efnið á ólíkan og fróðlegan hátt.

Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar eru alþjóðlegir sérfræðingar í markvissri stjórnun upplýsinga. 

  • Lewis Eisen, alþjóðlegur metsöluhöfundur og fyrirlesari
    • Making an Information Policy strategic and successful
  • Anthea Seles, sérfræðingur í stafrænni skjalastjórn og varðveislu 
    • Use of Artificial Intelligence in the dissemination of information
  • Manfred Traeger, framkvæmdastjóri og sérfræðingur í stjórnun upplýsinga
    • A practical guidance for Information Governance – Lessons learned

Skráning fer fram á Tix.is: https://tix.is/is/event/14892/-etta-arftu-a-vita-ver-m-tin-liggja-i-upplysingunum/ 

Ráðstefnuupplýsingar má einnig finna á https://radstefna.irma.is/