Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the check-email domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the uncanny-automator domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6121
Áhættugreining upplýsingakerfa í Kistunni - Stafræn sveitarfélög

Áhættugreining upplýsingakerfa í Kistunni

Gagnlegt getur verið fyrir sveitarfélög að áhættugreina upplýsingakerfi, viðskiptaferla og aðra innviði. Við það eykst gagnavernd ásamt upplýsingaöryggi.

Inn í Kistuna hafa bæst við leiðbeiningar og eyðublöð fyrir áhættugreiningu á upplýsingakerfum, viðskiptaferlum og öðrum innviðum.

Áhættugreiningin er framkvæmd til að greina mögulegar ógnir, varnarleysi gagnvart ógnum og líkur á að ógnir eigi sér stað. Auk þess eru afleiðingar metnar með tilliti til missi á trúnaði, heilindum og aðgengis.

Mikilvægt er að notast við leiðbeiningarnar á meðan eyðublöðin eru fyllt út. Bæði áhrifamatið og varnarleysismatið innihalda dæmi um afleiðingar og ógnir sem hægt er að styðjast við við áhættugreininguna.

Leiðbeiningar og eyðublöð er að finna hérna.