Kæru vinir, við þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að takast á við verkefni og áskoranir næsta árs með ykkur.
Við förum full af eldmóði inn í nýja árið, þar sem við munum takast saman á við hin ýmsu stafrænu verkefni. Það mun reyna á nýja hugsun, nýtt verklag og nýjar lausnir.
Við þurfum að rækta víðsýni, þrautseigju, hugmyndaauðgi, virðingu, sjálfstjórn og hafa trú á sýninni og fylgja henni eftir. Þannig náum við árangri í stafrænni umbreytingu og við hlökkum til að takast á við þetta með ykkur.
Áramótakveðja, Stafrænt umbreytingateymi Sambands íslenskra sveitarfélaga