Kolefnisreiknivél á Lausnatorgi

Ný lausn er komin í Lausnatorgið sem er kolefnisreiknivél. Sveitarfélög geta sett upp lausnina á sínar vefsíður og boðið íbúum sem eru í landbúnaði að reikna út kolefnislosun á ári.

Þau sveitarfélög sem vilja auka meðvitund um kolefnisspor af landbúnaði geta nýtt sér lausnina.

Kolefnisreiknivélin býður uppá að setja forsendur á borð við fjölda sauðfjár, fjölda mjólkandi kúa, eldsneytisnotkun og landnýtingu sem gefur útreiknaða áætlaða kolefnislosun á ári.

Til að setja upp Kolefnisreiknivélina á vefsíðu sveitarfélags er hægt að sækja opinn forritunarkóða sem fylgir lausninni eða fá aðstoð frá Stefnu til að setja lausnina inn. Hér er að finna nánari lýsingu og upplýsingar um Kolefnisreiknivélina.

Fleiri lausnir eru svo væntanlegar á Lausnatorgið, meðal annars reiknivélar fyrir fasteignagjöld, leikskólagjöld, dagforeldra og frístundaheimili.